© Einyrki-Launakerfi 2.24 í MS-Excel á PC fyrir launaárið 2024
Útgáfa fyrir 2024 er nú tilbúin til afhendingar
Launaútreikningur er nú ekkert vandamál.
(Útg. 2023 enn fáanleg á 4.000-6.000 kr. m/vsk)
Einyrki Launakerfi er töflureiknikerfi í MS-Excel á PC fyrir launauppgjör m/launaseðlum, gerð skilagreina til RSK, lífeyrissjóða o.fl.
Einyrki – Launakerfi hentar þeim rekstraraðilum og fyrirtækjum sem ekki þurfa „stórt“ og kostnaðarsamt launabókhaldskerfi, sérstaklega sjálfstætt starfandi sem eru að hefja rekstur og vantar upplýsingar um ýmislegt varðandi útreikning á launum og launatengdum gjöldum og skil á staðgreiðslu til RSK og skilageinum til lífeyrissjóða.
Með Einyrkja geta t.d. einyrkjar, verktakar og stjórnendur mannfárra fyrirtækja (t.d. eignarhaldsfyrirtæki) hæglega unnið launaútreikninga og skilagreinar sjálfir fyrir rekstur sinn á einfaldan og hagkvæman hátt. Gerið þetta sjálfir launagreiðendur; þið hafið bara gaman af því með Einyrkja-Launakerfi og þurfið því ekki að afhenda utanaðkomandi aðilum gögn ykkar um launamál.
Mismunandi útgáfur fyrir að hámarki 1, 2, 4, 6, 8 eða 10 starfsmenn, sbr. verð neðar (sérlausnir mögulegar).
Hér er sýnishorn af skjámynd þar sem sést í töflur Einyrkja fyrir launaútreikning sem verið er að vinna með í MS-Excel, (útgáfa frá 2011 sem hefur þróast síðan). Grænir reitir eru fyrir innslátt upplýsinga.
Einyrki er óvenjulega ódýr miðað við innihald, notagildi og vinnusparnað, sem sé Hagkvæm lausn.
Verð á útg. 2024 er afar hagstætt (óbreytt f.f.ári):
Einyrki Launakerfi 1: 8.900 kr. m/vsk.
Einyrki Launakerfi 2: 9.900 kr. m/vsk.
Einyrki Launakerfi 4: 11.900 kr. m/vsk.
Einyrki Launakerfi 6: 12.900 kr. m/vsk.
Einyrki Launakerfi 8: 13.900 kr. m/vsk.
Einyrki Launakerfi 10: 14.900 kr. m/vsk.
(endurnýjunarverð á nýju ári er með 25% afslætti af listaverði)
* * * * * *
Nánari upplýsingar: Kristinn Snævar Jónsson cand.merc., Hugborg sf., í síma 845-9904
Fyrirspurnir er líka hægt að senda á netfangið kristinn hjá hugborg.com
Býð einnig upp á rekstraráætlanagerð og greiningar með tilheyrandi reiknilíkanagerð. Mikil reynsla.
Sjá nánar á www.hugborg.com
Verð 19.900 kr/klst + vsk, eða eftir samkomulagi.
* * * * * *
Hvað er í Einyrkja-Launakerfi ?
Í Einyrkja – Launakerfi eru útreikningar á:
- Mánaðarlegum launum starfsmanna og/eða reiknuðu endurgjaldi
- Útreikningur á staðgreiðsluskatti í skv. þrepum og nýttum og ónýttum persónuafslætti.
- Auðvelt að taka tillit til launa starfsmanna hjá öðrum launagreiðendun með tilsvarandi hliðrunum á skattþrepum.
- Launaseðlatöflur fyrir að hámarki tvo, fjóra, sex, átta eða tíu starfsmenn eftir útgáfum kerfisins.
- Launatengdum gjöldum, þar með talið tryggingagjaldi.
- Upplýsingum fyrir útfyllingu á mánaðarlegum sundurliðunum á staðgreiðslu opinberra gjalda (staðgreiðsluskatts og tryggingagjalds) við vefskil á skattur.is.
- Upplýsingum til útfyllingar á mánaðarlegum skilagreinum til lífeyrissjóða, svo sem Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eða annarra lífeyrissjóða með hliðstæðar skilagreinar, Stafa og SL-Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Einnig er almennt form skilgreina fyrir séreignarsparnað sem nýtist fyrir ýmsa aðra sjóði.
- Uppsafnaðri stöðu launa og frádráttar- og gjaldaliða og atvinnurekendagjöldum mánuð fyrir mánuð, m.a. eiginn persónuafslætti og maka.
- Atriðum tengdum ofangreindum þáttum; Dagpeningar og Ökutækjastyrkir í og utan staðgreiðslu, bifreiðahlunnindi sundurliðun sem hluti af heildarlaunum.
- Kerfið sparar einyrkjum sem eru að hefja rekstur mikinn tíma og pælingar varðandi launauppgjör og tengd atriði sem þarf að huga að.
Einnig er: - Útprentun á mánaðarlegum launaseðli starfsmanna.
- Útprentun á upplýsingum fyrir sundurliðun og skilagreinar, sem nýtast einnig sem fylgiskjöl fyrir fjárhagsbókhald launagreiðanda.
- Útprentun á launamiðum fyrir framtal launa í árslok til innsláttar fyrir vefskil.
Einyrki er einfaldur í notkun – Aðeins þarf að slá inn nokkrar forsendur í upphafi og síðan mánaðarlegar upplýsingar um vinnutíma og –(mánaðar- eða tíma)laun starfsmanna.
Útreikningar fyrir yfirfærslur talna milli mánuða, sundurliðanir og skilagreinar gerast sjálfkrafa.
Notkunarleiðbeiningar fyrir innsláttarreiti eru á viðkomandi stöðum í töflunum. Einnig:
Upplýsingar um atriði varðandi launatengd gjöld og skatta með tilvísunum í helstu viðkomandi lög og reglur.
* Einfalt, hraðvirkt og þægilegt í notkun – og ódýrt! = Hagkvæmt.
Auk þess er gaman að gera þetta sjálf(ur) á svona einfaldan og hraðvirkan hátt með Einyrkja.
Kaupendur/notendur Einyrkja þurfa að hafa PC einmenningstölvu og nýlega útgáfu af MS-Excel til að geta notað Einyrkja. Þó er einnig hægt að nota útgáfuna fyrir 1 starfsmann á Microsoft Excel:mac, en í þeirri útgáfu eru allar töflur í einni Excel-Workbook.
Lykilorð í Einyrki Launakerfi: Verð frá 8.900kr m/vsk, Launaútreikningur, launauppgjör, og skilagreinar prentast út.
* * * * * * *
Einnig er í boði sérstandandi töflureiknikerfi fyrir uppgjör á virðisaukaskatti:
Einyrki Vsk-Uppgjör: 9.900 kr. m/vsk. (eins-skiptis verð)
Hvað er í Einyrkja Vsk-Uppgjöri, í MS Excel ?
Í Einyrkja Vsk–Uppgjöri er:
- Útreiknað og samandregið yfirlit (uppgjörsblað) til afstemmingar á uppgjöri vsk fyrir tiltekið uppgjörstímabil. vsk-skýrsla.
- Uppgjörsblað sem hægt er m.a. að útfylla Virðisaukaskattsskýrslu RSK 10.01 eftir (sama sundurliðun).
- Uppgjörsblaðið nýtist jafnframt sem hluti fylgiskjals vsk-uppgjörs fyrir fjárhagsbókhald.
- Innsláttartöflur fyrir innskatt skv. kostnaðar- og innkaupareikningum.
- Innsláttartöflur fyrir söluupphæð m/vsk skv. sölureikningum.
- Sundurliðun á innskatti, veltu og útskatti eftir vsk-þrepum.
- Töflur með upplýsingum um rekstraraðila, vsk-þrep o.fl.
- Útprentun á öllum töflum.
- Leiðbeiningar fylgja með fyrir notkun kerfisins og útfyllingu upplýsinga.
* Einfalt, hraðvirkt og þægilegt í notkun – og ódýrt! = Hagkvæmt.
Lykilorð í Einyrki Vsk-Uppgjör: Virðisaukaskattur, vsk-útreikningur, virðisaukaskattsskýrsla.