Útprentun taflna fyrir útfyllingu á skilagreinum um staðgreiðsluskatta og gjöld til lífeyrisstjóða
Í Einyrkja gengur notandi frá launaseðli hvers starfsmanns og eftir útfyllingu launaseðla í hverjum mánuði reiknast jafnóðum út heildarlaun starfsmanns, frádráttarliðir og útborguð laun, ásamt launatengdum gjöldum atvinnurekanda.
Einnig reiknar Einyrki sjálfkrafa og jafnóðum upplýsingar fyrir Sundurliðun á staðgreiðslu opinberra gjalda (RSK 5.06) og
greiðsluseðilinn Staðgreiðsla opinberra gjalda (RSK 5.12), sem prentað er út á A4-pappír sem fylgiskjal fyrir bókun í fjárhagsbókhaldi. Stöðluð eyðublöð (RSK 5.06 og 5.12) eru síðan útfyllt handvirkt samkvæmt útprentuninni og/eða hún notuð til innsláttar viðeigandi upplýsinga í vefskilakerfi RSK.
Jafnframt reiknar Einyrki út töflu til útprentunar með upplýsingum á skilagrein til lífeyrissjóðs (m.v. staðlað form hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna). Samkvæmt þeirri útlistun er síðan hægt að útfylla hið staðlaða form lífeyrissjóðsins fyrir skilagrein iðgjalda og launatengdra gjalda.
Einyrki safnar upp upphæðum mánuð fyrir mánuð og á hverjum tíma og í árslok liggur fyrir staða heildarupphæða launa, staðgreiðslu, nýtts persónuafsláttar, annarra frádráttarliða, útborgaðra launa og launatengdra gjalda.
Loks útfyllir Einyrki sjálfkrafa launamiða starfsmanns (sbr. RSK 2.01), sem hægt er að prenta út í árslok til að senda viðkomandi. Einnig samantekt launa og launaliða samkvæmt launaseðlum samtals, til útfyllingar í vefskilakerfi RSK.