© Einyrki-Launakerfi 2.18 í MS-Excel fyrir launaárið 2018

Útgáfa fyrir 2018 er nú tilbúin til afhendingar

Launaútreikningur er nú ekkert vandamál.
(Útg. 2017 enn fáanleg á 4.000-6.000 kr. m/vsk)

Einyrki Launakerfi er töflureiknikerfi í MS-Excel fyrir launauppgjör m/launaseðlum, gerð skilagreina til RSK, lífeyrissjóða o.fl.

Einyrki – Launakerfi hentar þeim rekstraraðilum og fyrirtækjum sem ekki þurfa „stórt“ og kostnaðarsamt launabókhaldskerfi, sérstaklega sjálfstætt starfandi sem eru að hefja rekstur og vantar upplýsingar um ýmislegt varðandi útreikning á launum og launatengdum gjöldum og skil á staðgreiðslu til RSK og skilageinum til lífeyrissjóða.

Með Einyrkja geta t.d. einyrkjar, verktakar og stjórnendur mannfárra fyrirtækja (t.d. eignarhaldsfyrirtæki) hæglega unnið launaútreikninga og skilagreinar sjálfir fyrir rekstur sinn á einfaldan og hagkvæman hátt. Gerið þetta sjálfir launagreiðendur; þið hafið bara gaman af því með Einyrkja-Launakerfi og þurfið því ekki að afhenda utanaðkomandi aðilum gögn ykkar um launamál.

Mismunandi útgáfur fyrir að hámarki 2, 4, 6, 8 eða 10 starfsmenn, sbr. verð neðar (sérlausnir mögulegar).

einyrki2011forsida72

Hér er skjámynd þar sem sést í töflur Einyrkja fyrir launaútreikning 2011 sem verið er að vinna með í MS-Excel.
(Sýnishorn. Grænir reitir eru fyrir innslátt upplýsinga)

Einyrki er ótrúlega ódýr miðað við innihald, notagildi og vinnusparnað => Hagkvæm lausn.

Verð á útg. 2018 er afar hagstætt (óbreytt f.f.ári).

Einyrki Launakerfi 2: 8.900 kr. m/vsk. (7.177 kr. án vsk)

Einyrki Launakerfi 4: 10.900 kr. m/vsk. (8.790 kr. án vsk)

Einyrki Launakerfi 6: 11.900 kr. m/vsk. (9.597 kr. án vsk)

Einyrki Launakerfi 8: 12.900 kr. m/vsk. (10.403 kr. án vsk)

Einyrki Launakerfi 10: 13.900 kr. m/vsk. (11.210 kr. án vsk)

(endurnýjunarverð á nýju ári er með 25% afslætti af listaverði)

Boðið er upp á aðstoð við uppsetningu á Einyrkja-Launakerfi hjá notendum:
7.900 kr (þ.e. afsláttarverð v/Einyrkja) + vsk og akstur.

* * * * * *

kristinn_snaevar_jonsson

Nánari upplýsingar: Kristinn Snævar Jónsson cand.merc., Hugborg sf., í síma 845-9904
Fyrirspurnir er líka hægt að senda á netfangið kristinn hjá hugborg.com

Býð einnig upp á rekstraráætlanagerð og greiningar með tilheyrandi reiknilíkanagerð. Mikil reynsla.

Sjá nánar á www.hugborg.com

Verð 9.900 kr/klst + vsk, eða eftir samkomulagi.

 

* * * * * *
Hvað er í Einyrkja-Launakerfi ?

einyrki2010Í Einyrkja – Launakerfi eru útreikningar á:

 • Mánaðarlegum launum starfsmanna og/eða reiknuðu endurgjaldi
 • Útreikningur á staðgreiðsluskatti í skv. þrepum og nýttum og ónýttum persónuafslætti.
 • Auðvelt að taka tillit til launa starfsmanna hjá öðrum launagreiðendun með tilsvarandi hliðrunum á skattþrepum.
 • Launaseðlatöflur fyrir að hámarki tvo, fjóra, sex, átta eða tíu starfsmenn eftir útgáfum kerfisins.
 • Launatengdum gjöldum.
 • Upplýsingum fyrir útfyllingu á mánaðarlegum sundurliðunum á staðgreiðslu opinberra gjalda (staðgreiðsluskatts og tryggingagjalds).
 • Upplýsingum til útfyllingar á mánaðarlegum skilagreinum til lífeyrissjóða, svo sem Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eða annarra lífeyrissjóða með hliðstæðar skilagreinar, Stafa og Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Einnig er almennt form skilgreina fyrir séreignarsparnað sem nýtist fyrir ýmsa aðra sjóði.
 • Uppsafnaðri stöðu launa og frádráttar- og gjaldaliða og atvinnurekendagjöldum mánuð fyrir mánuð, m.a. eiginn persónuafslætti og maka.
 • Atriðum tengdum ofangreindum þáttum; Dagpeningar og Ökutækjastyrkir í og utan staðgreiðslu.
 • Kerfið sparar einyrkjum sem eru að hefja rekstur mikinn tíma og pælingar varðandi launauppgjör og tengd atriði sem þarf að huga að.
  Einnig er:
 • Útprentun á launaseðli starfsmanna.
 • Útprentun á upplýsingum fyrir sundurliðun og skilagreinar, sem nýtast einnig sem fylgiskjöl fyrir fjárhagsbókhald launagreiðanda.
 • Útprentun á launamiðum fyrir framtal launa í árslok til innsláttar fyrir vefskil.

Einyrki er einfaldur í notkun – Aðeins þarf að slá inn nokkrar forsendur í upphafi og síðan mánaðarlegar upplýsingar um vinnutíma og –(mánaðar- eða tíma)laun starfsmanna.
Útreikningar fyrir yfirfærslur talna milli mánuða, sundurliðanir og skilagreinar gerast sjálfkrafa.
Notkunarleiðbeiningar fyrir innsláttarreiti eru á viðkomandi stöðum í töflunum. Einnig:
Upplýsingar um atriði varðandi launatengd gjöld og skatta með tilvísunum í helstu viðkomandi lög og reglur.
* Einfalt, hraðvirkt og þægilegt í notkun – og ódýrt! = Hagkvæmt.

Auk þess er gaman að gera þetta sjálf(ur) á svona einfaldan og hraðvirkan hátt með Einyrkja.

Kaupendur/notendur Einyrkja þurfa að hafa PC einmenningstölvu og nýlega útgáfu af MS-Excel til að geta notað Einyrkja. Þó er einnig hægt að nota kerfið á Microsoft Excel:mac

Lykilorð í Einyrki Launakerfi: Verð frá 8.900kr m/ vsk (alm.útg.), Launaútreikningur, launauppgjör, skilagreinar.

 *  *  *  * * * *

Einnig er í boði sérstandandi töflureiknikerfi fyrir uppgjör á virðisaukaskatti:

Einyrki Vsk-Uppgjör: 7.900 kr. m/vsk (6.371 kr. án vsk).

Hvað er í Einyrkja Vsk-Uppgjöri ?

Í Einyrkja Vsk–Uppgjöri er:

 • vskskrslaÚtreiknað og samandregið yfirlit (uppgjörsblað) til afstemmingar á uppgjöri vsk fyrir tiltekið uppgjörstímabil. vsk-skýrsla.
 • Uppgjörsblað sem hægt er m.a. að útfylla Virðisaukaskattsskýrslu RSK 10.01 eftir (sama sundurliðun).
 • Uppgjörsblaðið nýtist jafnframt sem hluti fylgiskjals vsk-uppgjörs fyrir fjárhagsbókhald.
 • Innsláttartöflur fyrir innskatt skv. kostnaðar- og innkaupareikningum.
 • Innsláttartöflur fyrir söluupphæð m/vsk skv. sölureikningum.
 • Sundurliðun á innskatti, veltu og útskatti eftir vsk-þrepum.
 • Töflur með upplýsingum um rekstraraðila, vsk-þrep o.fl.
 • Útprentun á öllum töflum.
 • Leiðbeiningar fylgja með fyrir notkun kerfisins og útfyllingu upplýsinga.
  * Einfalt, hraðvirkt og þægilegt í notkun – og ódýrt! = Hagkvæmt.

Lykilorð í Einyrki Vsk-Uppgjör: Virðisaukaskattur, vsk-útreikningur, virðisaukaskattsskýrsla.