Launauppgjör

Einyrki í hnotskurn – (Verð frá 8.900 kr m/vsk) Gögn inn og út úr töflureiknikerfinu.

Einyrki tekur fyrst og fremst mið af atriðum launakjara samkvæmt kjarasamningum VR, m.a. útreikningi á tímatöxtum, orlofi, orlofsstundum, iðgjöldum og launatengdum gjöldum atvinnurekenda. Hægt er að nota kerfið víðar, þ.e. skilagreinar í tengslum við aðra lífeyrissjóði, þar sem notendur geta sjálfir útfyllt viðeigandi tímataxta, önnur laun og prósentustuðla launatengdra gjalda. Stuðlar þeirra launatengdu gjalda sem ekki eiga við eru þá núllstilltir.
Einyrki Launakerfi 2 (verð 9.900 kr m/vsk) inniheldur töflur fyrir launaseðla að hámarki fyrir tvo starfsmenn.Um fleiri útgáfur er að ræða sem innihalda launaseðlatöflur fyrir fleiri en tvo, t.d. Einyrki Launakerfi 4 og Einyrki Launakerfi 6, 8 og 10 starfsmenn. Einnig fyrir einungis einn (verð 8.900 kr m/vsk).

Við notkun á Einyrkja útfyllir notandi upplýsingar um mánaðarleg laun starfsmanna og aðrar forsendur, svo sem varðandi staðgreiðsluskatt, persónuafslátt og launatengd gjöld. Einnig hvort um reiknað endurgjald er að ræða. Einyrki framkvæmir jafnóðum viðeigandi útreikninga á þeim grunni.
Í kjölfarið er t.d. hægt að prenta út launaseðil mánaðarins fyrir viðkomandi starfsmenn. Einnig gerir Einyrki töflur fyrir viðkomandi mánuð með upplýsingum sem hægt er að prenta út fyrir útfyllingu á stöðluðum eyðublöðum fyrir sundurliðun á staðgreiðslu opinberra gjalda (staðgreiðsluskatti og tryggingagjaldi) og skilagrein til lífeyrissjóðs (VR) og útfyllingu upplýsinga á vefskilum viðkomandi aðila. Upphæðir safnast upp mánuð fyrir mánuð og í árslok er hægt að prenta út launamiða starfsmanns við launaframtal ársins.
Útprentaðir launaseðlar með ítarupplýsingum fyrir bókhald, sundurliðanir fyrir staðgreiðslu og skilagreinar til lífeyrissjóðs gegna einnig hlutverki fylgiskjala fyrir fjárhagsbókhald.

Í öllum töflum Einyrkja eru leiðbeiningar fyrir útfyllingu upplýsinga í innsláttarreitum ásamt tilvísunum í opinber gögn, svo sem lög og reglugerðir, sem kveða á um viðkomandi atriði. Hér eru því saman komnar á einum stað helstu upplýsingar um og tilvísanir í opinberar reglur sem huga þarf að og varða mánaðarlega launaútreikninga fyrir reksturinn.