Skilmálar

© Einyrki–Launakerfi

Töflureiknikerfi í MS-Excel fyrir launauppgjör frá 8.900 kr m/vsk, gerð launaseðla og skilagreina fyrir líðandi ár. (Einnig fyrirliggjandi fyrir síðasta ár).

Söluskilmálar

Sölufyrirkomulag – (á einnig við um sölu á Einyrki Vsk-Uppgjör)
Sölu töflureiknikerfisins er þannig háttað að eftir að væntanlegur kaupandi hefur kynnt sér töflureiknikerfið Einyrki Launakerfi, s.s. innihald þess, forsendur og úttaksgögn eins og því er lýst á vefsíðunni www.einyrki.com, og ákveðið að kaupa eintak af kerfinu getur hann gert eftirfarandi:
– Kaupandi greiðir söluverð tiltekinnar útgáfu af Einyrkja Launakerfi t.d. með millifærslu inn á bankareikning seljanda (upplýsingar hjá seljanda um það) eða samkvæmt öðru fyrirkomulagi milli aðila.
– Kaupandi lætur afrit af millifærslu fylgja í tölvupósti til seljanda á netfangið kristinn hjá hugborg.com
– Kaupandi sendir seljanda tölvupóst á netfangið kristinn hjá hugborg.com með með tilkynningu um innleggið og beiðni um afgreiðslu á töflureiknikerfinu og lætur fylgja með upplýsingar um kennitölu, nafn og heimilisfang fyrirtækisins sem nota á töflureiknikerfið, Einyrki Launakerfi, fyrir.
– Í kjölfarið á móttöku á ofangreindum upplýsingum gerir seljandi eftirfarandi:
– Seljandi kemur ofangreindum upplýsingum um fyrirtæki kaupanda fyrir í sérútbúnu eintaki Einyrkja-kerfisins fyrir kaupanda, en þar með verða þessar upplýsingar fastar á viðkomandi stöðum í öllum töflum kerfisins.
Kaupandi getur ekki breytt upplýsingum um kennitölu og nafn fyrirtækisins eftir að hann fær eintak sitt í hendur. Hann getur þó breytt upplýsingum um heimilsfang, ásamt öllum öðrum innsláttarupplýsingum í Einyrkja.
– Þetta fyrirkomulag er haft á þar sem kaupanda er ekki heimilt að láta öðrum í té afrit af kerfinu til notkunar fyrir önnur fyrirtæki.
– Í söluverði Einyrki Launaútreikningar er ekki innifalin nein hugsanleg vinna seljanda við uppsetningu hjá kaupanda.
– Seljandi gerir vsk-reikning samkvæmt ofangreindum upplýsingum um kennitölu, nafn og heimilisfang kaupanda og sendir honum í bréfapósti.

Afhending
Einyrki Launakerfi fyrir árið afhendist eins og það liggur fyrir miðað við fyrirliggjandi forsendur í janúar 2023 fyrir útreikning á launum og frádráttarliðum vegna skatts og lífeyrissjóðsgjalda og orlofs fyrir viðkomandi ár. Þar á meðal er útreikningur á staðgreiðsluskatti m.v. tvö skattþrep þar sem auðvelt er að taka tillit til vinnu starfsmanna hjá öðrum launagreiðendum.
Þessi útfærsla miðar við forsendur sem eiga við starfsmenn sem greiða iðgjöld til Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, Birtu (áður Stafi), Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda og einnig fylgir almenn skilagrein fyrir séreignasparnað, en hægt er að nota það fyrir fleiri tegundir starfsemi en skrifstofur og verslanir.
Hægt er að velja á milli mismunandi útgáfa af Einyrkja – LaunaUppgjöri háð hámarksfjölda starfsmanna.

Aðlögun á töflureiknikerfinu vegna breyttra forsendna í skattalögum o.fl.:
Úrlausn töflureiknikerfisins afmarkast við viðkomandi launaár, þ.e. forsendur í janúar. Ef einhverjar forsendur fyrir launaútreikning breytast vegna breytinga á lögum og reglugerðum t.d. varðandi skattaleg atriði, útreikning eða reikniliði, eða varðandi launatengd gjöld eða orlof, þannig að útreikningi vegna þeirra breytinga verði ekki við komið í þessari útfærslu Einyrkja LaunaUppgjörs, þá er kostnaður vegna breytinga á töflureiknikerfinu ekki innifalinn í kaupverðinu.

Hins vegar mun seljandi aðlaga Einyrkja að slíkum breytingum og bjóða fyrri kaupendum nýja aðlagaða útfærslu á töflureiknikerfinu fyrir aðeins hluta af gildandi listaverði þess. Verð slíkra aðlögunarbreytinga ræðst af umfangi breyttra forsendna hverju sinni, en verður þó ekki lægra en um 30% af listaverði.

Uppfærsluverð fyrir nýtt ár
Kaupendum Einyrkja – Launakerfis býðst að endurnýja kerfið þegar nýtt ár gengur í garð á sérstöku uppfærsluverði sem verður auglýst þegar líður að áramótum. Ef ekki er um grundvallarbreytingu að ræða á forsendum fyrir launaútreikning má búast við að uppfærsluverðið verði með góðum afslætti af listaverði, væntanlega um 25%.

Kaupandi ber alla ábyrgð á notkun töflureiknikerfisins

Töflureiknikerfið Einyrki – Launakerfi býður í stuttu máli upp á flýtisauka við launaútreikning kaupanda samanborið við handvirka útreikninga eða notkun t.d. forprentaðra launauppgjörshefta.

Öll notkun töflukerfisins er á ábyrgð kaupanda, svo sem að réttar forsendur séu slegnar inn á viðeigandi stöðum, og að afleiddar tölur séu rétt reiknaðar fyrir útfyllingu skilagreina.

Einnig er það á ábyrgð kaupanda að afstemma launaútreikning mánaðar hverju sinni og halda tölum til haga milli mánuða þannig að ekki verði ruglingur á upphæðaflutningi milli mánuða.

Seljandi hefur villuprófað kerfið en ábyrgist ekki hvort einhverjar reiknivillur kunni að koma upp við notkun kerfisins, þar sem það er á ábyrgð kaupanda að yfirfara niðurstöður launaútreiknings síns hverju sinni, sem og útfyllingu eyðublaða eða vef-skilagreina til opinberra aðila.

Ef kaupandi telur sig hafa fundið einhverjar reiknivillur í Einyrkja – Launakerfi getur hann haft samband við seljanda og greint honum frá vandamálum sem hann telur hafa komið upp í töflureiknikerfinu. Seljandi mun bregðast strax við slíkum ábendingum og kanna viðkomandi forsendur og ef til kemur gera lagfæringar á kerfinu í því sambandi reynist þess þörf.

Kaupandi er algjörlega ábyrgur fyrir öllum launaútreikningum sínum sem hann framkvæmir á grunni Einyrkja LaunaUppgjörs og þeim gögnum sem hann skilar til starfsmanna sinna og hins opinbera á grunni þess og/eða með hliðsjón af því. Kaupandi verður ætíð að yfirfara og sannreyna niðurstöður útreikninganna áður en hann lætur gögn frá sér hverju sinni, eins og hann þyrfti að gera við handvirka útreikninga á hinu sama.

Öryggisafritun gagna
Kaupandi töflureiknikerfisins Einyrki – Launakerfi getur tekið öryggisafrit af töflunum eins og honum hentar eftir að notkun þess er hafin. Einungis þarf að gæta þess að allar töflurnar sem tilheyra kerfinu séu allar saman í skráasafni (folder).