Töflur, virkni og notkun

Einyrki – Launakerfi er töflureiknikerfi í MS Excel og samanstendur af fjórum mismunandi vinnubókarskrám auk einnar vinnubókar (undirtöflu)  fyrir hvern starfsmann (Excel workbooks).
Hver vinnubókarskrá inniheldur þar undir ýmsar undirtöflur hver fyrir sig. Ein vinnubókarskrá er fyrir hvern starfsmann, en t.d. í grunnútgáfu Einyrkja – Launakerfi 2 eru tvær slíkar, þ.e. launaseðlar fyrir tvo starfsmenn; Annar þeirra er fyrir t.d. atvinnurekandann sjálfan, en hin fyrir annan starfsmann), skv. eftirfarandi:

Launatöflur starfsmanna:
Ein Excel-vinnubókartafla fyrir hvern starfsmann. Hver þeirra inniheldur 12 undirtöflur, eina fyrir launaseðil hvers mánaðar, og þar að auki eina töflu fyrir launamiða og eina fyrir samtölur fyrir launaframtal, t.d. við innslátt í vefskilakerfi Ríkisskattstjóra eftir árið. (Sbr. lýsing í kaflanum „Almenn notkun“ hér á vefnum)
Sundurliðun á staðgreiðslu opinberra gjalda (RSK 5.06):

sundurlidunrsk_506litEin Excel-vinnubókartafla með 12 undirtöflum fyrir mánuðina tólf, janúar – desember.

Hver mánaðartafla inniheldur reiknaðar upplýsingar um laun, staðgreiðsluskatt og tryggingagjald og annað á hinu staðlaða eyðublaði RSK, þ.e. eina línu fyrir hvern starfsmann samkvæmt launaseðlatöflum fyrir starfsmenn.
Skilagrein til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna:

skilagreinlvtolur

Ein Excel-vinnubók með 12 undirtöflum fyrir mánuðina tólf, janúar – desember.

Hver mánaðartafla inniheldur reiknaðar upplýsingar um reiknað iðgjald og félagsgjald fyrir hvern starfsmann samkvæmt launaseðlatöflunum í viðkomandi mánuði.

Einnig launatengd gjöld alls sem launagreiðanda ber að greiða samkvæmt þeim grunni.

Launaforsendur: Ein Excel-vinnubók með þremur undirtöflum:

Skattalegar forsendur (uppfært í hverri útg.):
forsskattarforsskattarEin forsendutafla er með upplýsingum um:

skatthlutfallsprósentu ársins,

persónuafslátt og

tryggingagjaldsprósentu

o.fl. upplýsingar.

Viðbætur v/fleiri skattþrepa, enn þrjú árið 2023.

Launatengd gjöld:

Önnur forsendutafla erforslsjidgj með upplýsingum um og upptalningu á

launatengdum gjöldum og viðkomandi prósentuhlutfalli,

félagsgjaldi (VR), og

forsendum um útreikning á fjölda orlofsstunda (skv. kjarasamningi VR).

Þriðja undirtaflan inniheldur upptalningu á lífeyrissjóðum á Íslandi, sem leyfilegt er að greiða til skv. upplýsingum á www.rsk.is.

Leave Comment