Saga

Saga töflureiknikerfisins fyrir Einyrkja Launakerfi

Seljandi gerði fyrstu útgáfu Einyrkja – Launakerfis árið 1988 fyrir verslunarrekstur og hefur það verið í notkun síðan. Það er því orðið um hálf-fertugt með viðeigandi uppfærslum gegnum tíðina.

Kerfið hefur tekið litlum grundvallar breytingum gegnum árin, þó fyrst og fremst eftir því sem breytingar á skattalegum atriðum og atvinnurekendagjöldum kröfðust þess. Slíkar breytingar hafa ekki verið stórvægilegar og hafa ekki kallað á grundvallarbreytingar á töfluverki kerfisins. Hins vegar eru ávallt einhverjar breytingar á leiðbeiningum og skýringum árlega, svo sem vegna breytinga á árlegum skattaprósentum, þrepum o.þ.h. og tilsvarandi lögum og reglugerðum.

Árið 2009 var svo bætt við nýju afbrigði af kerfinu, Einyrki Launakerfi fyrir útgerð. Það er eins og almenna grunnútgáfan, en inniheldur auk þess utanumhald á sjómannaafslætti, dagafjölda og upphæð v/sjómannaafsláttar, uppsafnað yfir árið. – Sjómannaafsláttur var felldur niður 2014.

Árið 2009 var einnig boðið upp á nýtt töflureiknikerfi fyrir rekstur, Einyrki Vsk-Uppgjör. Það heldur utan um innskatt, útskatt skv. sölureikningum og nýtist vel við uppgjör og afstemmingu á virðisaukaskatti fyrir viðkomandi uppgjörstímabil. Skilar fylgiskjölum fyrir fjárhagsbókhald, ásamt sundurliðun fyrir útfyllingu á virðisaukaskattsskýrslu RSK 10.01.

Óhætt er að segja að Einyrki hafi gagnast vel og sparað ómældan tíma og vinnu þar sem hann hefur verið notaður.