Almenn notkun

Almennt um notkun og virkni kerfisins – Inntaksupplýsingar

launasedill72_850h

Notandi Einyrkja útfyllir hér upplýsingar um starfsmann.

Laun starfsmanns í hverjum mánuði í launaseðilstöflu fyrir viðkomandi, þ.e. fjölda tímaeininga og einingataxta fyrir dagvinnu, eftirvinnu, yfirvinnu og annað, auk mánaðartaxta launa og stuðla fyrir orlof.

Allir innsláttarreitir eru grænir, en reitir með reiknuðum upplýsingum gulir.

Forsendur fyrir útreikning á staðgreiðsluskatti, svo sem persónuafslátt starfsmanns, hugsanlegan yfirfærðan persónuafslátt maka og uppsafnaðan ónýttan persónuafslátt innan ársins.

ATH: Í útgáfu fyrir árið 2018 eru reitir fyrir útreikning á staðgreiðsluskatti í tveimur þrepum, þar sem auðvelt er að taka tillit til launa starfsmanna hjá öðrum launagreiðendum. Sundurliðun skattstofnsins eftir skattþrepum er sýnd. Einnig er sundurliðun á Dagpeningum og Ökutækjastyrk utan staðgreiðslu.

Forsendur um séreignasparnað starfsmannsins, iðgjald til lífeyrissjóðs og félagsgjald.

Fyrir hvern mánuð reiknar Einyrki jafnóðum út heildarlaun starfsmannsins, upphæð frádráttarliða og útborguð laun og birtir á launaseðlinum.

Hér koma fram launatengd gjöld launatímabilsins (mánaðarins) sem launagreiðanda ber að greiða og uppsafnaðar upphæðir einstakra gjaldaliða frá áramótum.

Launaseðilinn er hægt að prenta út, eina útgáfu til að afhenda launþega og aðra ítarlegri sem fylgiskjal fyrir bókun launa og launatengdra gjalda í fjárhagsbókhaldi launagreiðanda.

Leave Comment